Fréttir

Þegar einni vertíð lýkur tekur önnur við...

„Það er engan bilbug á okkur að finna. Hér er mikið að gera og ef eitthvað er erum við með fleiri starfsmenn núna en á sama tíma í fyrra," segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.

Þegar einni vertíðinni lýkur tekur önnur við. Strax þegar sláturtíðinni lauk var farið að hefjast handa við undirbúning jólavertíðarinnar, enda veitir ekki af að byrja tímanlega að vinna kjöt á jólaborð landsmanna. Norðlenska er og hefur lengi verið stærsti framleiðandi hangikjöts í landinu og segir Sigmundur að fyrirtækið haldi sínum fyrri áætlunum varðandi söluna fyrir jólin. Auk hinnar hefðbundnu jólasölu segir Sigmundur að af fyrirspurnum sé ljóst að fyrirtæki muni í meira mæli en áður gefa starfsmönnum sínum kjöt á jólaborðið.

Sigmundur segir að á undanförnum vikum megi merkja breytta neysluvenjur hjá fólki. Fólk leiti í auknum mæli í ódýrari kjötvörur. „Fólk passar betur upp á aurinn og er því að færa sig yfir í ódýrari vörur. Við höfum brugðist við þessu og lögum okkar framleiðslu að breyttum þörfum," segir Sigmundur. 

Auk vinnslu fyrir innanlandsmarkaðinn er mikið að gera í útflutningi. Í þessari viku fór gámur með ýmsum Goða-kjötvörum til Færeyja og í næstu viku fer annar slíkur. Og til Bretlands fara á næstunni tveir gámar af slögum.

Það hefur verið mikið álag á starfsfólki Norðlenska í sláturtíðinni og framundan er venjubundin vinnutörn fyrir jólin. Sem eilítinn þakklætisvott fyrir vel unnin störf býður Norðlenska starfsfólki sínu til óvissuferðar í dag, sem mun ljúka með kvöldverði á Húsavík.

 

 

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook