Fréttir

Gleðilega hátíð!

Nú, er hátíð fer í hönd, vil ég óska starfsmönnum, framleiðendum og viðskiptavinum Norðlenska gleðilegra jóla. Annríki hefur verið hjá starfsfólki fyrirtækisins síðustu daga og mikið álag á öllu framleiðsluferlinu. Segja má að bæði framleiðsla og sala hafi gengið vonum framar í desember og ánægjulegt er að sjá hve margir treysta okkur fyrir jólamatnum.

Það er ljóst á sölumynstrinu að landsmenn velja hefðbundinn, íslenskan mat um hátíðarnar að þessu sinni. Jólamatur frá Norðlenska, bæði hangikjöt og hamborgarhryggur, verður á borðum ótrúlega margra Íslendinga þetta árið. Salan er meiri í þessum hefðbundna jólamat en nokkurn tíma áður.

Það er mikilvægt að fólk geti notið jólahátíðarinnar og gert vel við sig í mat og drykk. Nógur er víst bólmóðurinn í þjóðfélaginu.

Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook