Fréttir

Tugir tonna af súrmat

Jón Knútsson og María Fríða Bertudóttir.
Jón Knútsson og María Fríða Bertudóttir.

Bóndadagurinn nálgast og starfsmenn Norðlenska eru því í óða önn að gera súrmatinn kláran. Margir byrja reyndar að borða þetta lostæti áður en Þorrinn gengur formlega í garð og því hefur töluvert þegar verið sent í verslanir. Eggert Sigmundsson vinnslustjóri segir fyrirtækið selja tugi tonna af súrmat að þessu sinni eins og undanfarin ár.

Skammt er stórra högga á milli. Jólahátíðinni nýlokið og Þorrinn hefst með Bóndadegi á föstudaginn í næstu viku, 22. janúar.

Starfsmenn Norðlenska byrja að sjóða í súr í september og unnið hefur verið að Þorramatnum allar götur síðan. Allt hið hefðbundna er í boði: pungar, slátur, sviðasulta, lundabaggar, bringur; og að sjálfsögðu nýtt slátur og sultur auk hangikjötsins sem flestum finnst ómissandi. 

María Fríða Bertudóttir kjötiðnaðarnemi og Jón Knútsson, sem borið hefur hitann og þungann af súrmatnum, skera hér niður punga í gríð og erg.

„Það er allt komið á fullt í afgreiðslu á Þorramatnum. Hann rýkur út,” segir Eggert Sigmundsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook