Fréttir

Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga fékk 100.000 krónur

Sigmundur Hreiðarsson og Svala Hermannsdóttir.
Sigmundur Hreiðarsson og Svala Hermannsdóttir.

Norðlenska færði í dag Styrktarfélagi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga 100.000 krónur að gjöf. Þetta er áttunda árið í röð sem fyrirtækið hefur þann háttinn á að senda ekki jólakort heldur færa stofnun eða samtökum mat eða peninga að gjöf.

Þetta árið kom það í hlut starfsstöðvarinnar á Húsavík að veita þessa gjöf. Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska á Húsavík sagði það bæði heiður og ánægju að veita félaginu peningagjöfina.

„Við sem samfélag eigum þessu félagi mikið að þakka, því Heilbrigðisstofnunin okkar er svo sannarlega einn af hornsteinum þess að hér er gott að búa. Því er áríðandi að við leggjumst öll á eitt til að hún geti starfað og veitt okkur öllum þá þjónustu og það öryggi sem allir eiga rétt á og hún hefur veitt okkur hingað til með sóma, sagði Sigmundur.

Svala Hermannsdóttir tók við peningjagjöfinni fyrir hönd Styrktarfélagsins í hádeginu í dag í húsnæði Norðlenska. Hún þakkaði vel fyrir og sagði þetta ekki í fyrsta skipti sem Norðlenska legði sitt af mörkum í þessari baráttu. Að lokum fengu Svala og Styrktarfélagið gott lófaklapp frá starfsfólki.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook