Fréttir

Féð ekki stressað - gæði kjötsins þau sömu

Fé á Þeistareykjum í vikunni.
Fé á Þeistareykjum í vikunni.

Mælingar gefa til kynna að fé sem lent hefur í hrakningum vegna óveðursins á Norðurlandi í byrjun vikunnar sé ekki stressað, eins og haldið hefur verið fram. Gæði kjötsins eru því jafn mikil og venjulega. Þetta segir Sigurgeir Höskuldsson gæðastjóri Norðlenska, en starfsmenn fyrirtækisins hafa gert ítarlegar sýrustigsmælingar á fé síðustu daga til að fá úr þessu skorið.

„Niðurstaðan er sú að það eru engin frávik frá eðlilegu ástandi,“ segir Sigurgeir. „Talað var um, eftir að féð lenti í þessum hrakningum að það yrði mjög stressað og segja má að umræðan hafi farið á hvolf,“ segir gæðastjórinn.

Féð þarf að hvílast og fá gott fóður, bændur eru auðvitað meðvitaðir um það, en nú liggur fyrir að gæði kjötsins eru jafn mikil og þau geta verið. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með þessu áfram til að vera fullvissir um að við uppfyllum alla gæðastaðla,“ segir Sigurgeir Höskuldsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook