Fréttir

Hæsta meðalvigt í sögu Norðlenska

Sláturtíð lauk í lok síðustu viku á Húsavík og er Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri Norðlenska þar á bæ ánægður með hvernig til tókst. Meðalþyngd í ár var 16,28 kg en var 15,70 í fyrra og er þetta hæsta meðalvigt í sögu Norðlenska. Fita fór úr 6,27 í 6,42, en gerð er nákvæmlega sú sama og á síðasta ári, 8,23.

Sláturtíð hér á Húsavík hófst með forslátrun þann 30. ágúst. Þann dag slátruðum við um 800 kindum. Hin eiginlega sláturtíð, með fullmönnuðu húsi, hófst svo miðvikudaginn 5. september, sláturfjöldi fór hratt upp og má segja að við höfum verið komin í full afköst á þriðja degi, eða áður en illviðrið skall á þann 10. september. Ljóst er að mikið lán var að búið var að lóga mjög miklu úr Mývatnssveit fyrir þennan tíma,“ segir Sigmundur.

Hann segir að nokkur umræða hafi orðið um að seinka göngum á næsta ári og ekki sé óeðlilegt að ræða það. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um það, en auðvitað þarf fólk að vanda sig bæði í umræðu og ákvörðunum um þetta, því þetta stór ákvörðun, bæði fyrir bændur sem slíka og einnig sem eigendur þessa ágæta fyrirtækis sem Norðlenska er.

Hvað slátrunina sjálfa varðar þá gekk hún vel og sjaldan hefur hver dagur nýst jafn vel, þrátt fyrir þau ósköp sem dundu hér yfir bændur og búfénað. V viljum þakka bændum, flutningamönnum og starfsfólki sérstaklega fyrir hve vel tókst til að halda úti nánast fullri slátrun á þeim tíma,“ segir Sigmundur.

Alls var slátrað um 76.500 kindum þetta haustið á Húsavík. Það ernokkur hundruð fleiri en í fyrra og það þrátt fyrir töluverð afföll úr nokkrum sveitum. Fleiri lömbum var slátrað en í fyrra en ekki eins mörgu fullorðnu fé.

Að lokum vil ég þakka öllum sem að komu að þessari sláturtíð, bændum fyrir góð og jákvæð samskipti, starfsfólki fyrir vel unnin störf og á það jafnt við það fólk sem starfaði við sláturtíðina, í vinnslu og afgreiðslu, öllum þeim ágætu tengiliðum okkar víða um sveitir og eru okkur mjög mikilvægir, ásamt öllum þeim verktökum og þjónustuaðilum sem eru all margir fyrir góða þjónustu, segir Sigmundur Hreiðarsson.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook