Fréttir

Stjórn Búsældar skoðar Norðlenska

Stjórn og varastjórn Búsældar í höfuðstöðvum Norðlenska.
Stjórn og varastjórn Búsældar í höfuðstöðvum Norðlenska.

Stjórn og varastjórn Búsældar, eiganda Norðlenska, skoðaði starfsstöðvar fyrirtækisins á Akureyri og Húsavík í vikulokin og stjórnarfundur var í framhaldinu haldinn á Akureyri í dag. „Okkur líst mjög vel á og erum ánægð með móttökurnar og kynninguna,“ sagði Óskar Gunnarsson í Dæli í Skíðadal, formaður Búsældar í dag.

Stjórnarmenn hittast ekki oft allir í einu. „Hópurinn er dreifður en hér er nú fólk allt frá Hornafirði og suðurfjörðunum, sem oftast er í símasambandi við okkur. Ég vona að í framtíðinni komi fleiri bændur í heimsókn og skoði fyrirtækið; ef til dæmis hópur að austan verður á ferð vil ég endilega hvetja til þess að hann heimsæki Norðlenska. Bændur eru alltaf velkomnir. “

Búsæld er félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi.

Myndin var tekin af stjórn og varastjórn í höfuðstöðvum Norðlenska á Akureyri í dag. Frá vinstri: Geir Árdal í Dæli, Ingvi Stefánsson í Teigi, Jón Benediktsson á Auðnum, Sigurbjörn Snæþórsson í Gilsárteigi, Sigurbjörn Karlsson Smyrlabjörgum, Gróa Jóhannsdóttir Hlíðarenda, Aðalsteinn Jónsson Klausturseli og Óskar Gunnarsson í Dæli, formaður stjórnar Búsældar.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook