Fréttir

Buðu fólkinu á Hvammi til grillveislu

Sigmundur Hreiðarsson spjallar við Helgu Þráinsdóttur, sem starfaði hjá Kjötvinnslu KÞ til margra ára.
Sigmundur Hreiðarsson spjallar við Helgu Þráinsdóttur, sem starfaði hjá Kjötvinnslu KÞ til margra ára.

 

Starfsfólk Norðlenska á Húsavík hélt á dögunum grillveislu fyrir íbúa á Hvammi, dvalarheimili aldraðra þar í bæ.  „Móttökurnar voru frábærar, fólkið mjög þakklátt og sýndi það bæði með kossum og miklu lófaklappi,“ segir Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.

„Ég fékk þá hugmynd fyrir nokkru að bjóða fólkinu á Hvammi Dvalarheimili aldraðra til grillveislu, fólk tók mjög vel í þá hugmynd og því skelltum við okkur í heimsókn þangað fyrir nokkrum dögum í blíðskaparveðri og grillað var fyrir um 130 manns,“ segir Sigmundur.

Það var virkilega gaman að rölta milli fólksins og ræða málin, því eins og áður sagði var fólk afar þakklátt, þarna var fólk úr öllum starfsstéttum t.d fólk úr bændastétt og fólk sem hefur unnið bæði við slátrun og kjötvinnslu á Húsavík og lagði sitt af mörkum  á sínum tíma til að efla þá vinnslu sem við höfum í dag og gera Norðlenska að því góða fyrirtæki sem það er. Norðlenska hefur á að skipa hæfileikaríku fólki og á því auðvelt með að leysa verkefni sem svona grillveisla er. Að lokum vil ég þakka íbúum á Hvammi og starfsfólki þess fyrir að taka svo vel á móti okkur og fyrir þessa skemmtilegu dagsstund,“ segir Sigmundur Hreiðarsson.

Myndir úr grillveislunni


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook