Fréttir

Dásamlegur hádegismatur

Regína matráður og Eggert gestakokkur.
Regína matráður og Eggert gestakokkur.

Í dag var starfsfólki Norðlenska á Akureyri boðið upp á nautakjöt og sætar kartöflur í hádegismat. Með því var borin fram ekta bernaise sósa sem vinnslustjórinn, Eggert H. Sigmundsson, bjó til, en hann var „gestakokkur“ hjá Regínu matráði.

Í sósuna notaði Eggert 5 kg af smjöri og 50 eggjarauður. Tilefnið var að þakka starfsfólki vel unnin störf á árinu 2011, ekki síst í desember þegar mikið álag var á öllum í framleiðslunni við að framleiða jólamatinn á diska landsmanna. Vart þarf að taka fram að maturinn bragðaðist dásamlega!

 

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook