Fréttir

Fjórir heiðraðir eftir 30 ára starf

Ragnheiður Jóhannesdóttir og Sigmundur Hreiðarsson.
Ragnheiður Jóhannesdóttir og Sigmundur Hreiðarsson.

Sláturtíðinni lauk hjá Norðlenska á Húsavík í gær og við það tækifæri voru fjórir starfsmenn heiðraðir eftir 30 ára starf.

Fjórmenningarnir eru Halldór Sigurðsson, Þröstur Jónasson, Ragnheiður Jóhannesdóttir og Sigurgeir Jónasson.

Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska á Húsavík afhenti þeim gjöf frá fyrirtækinu.

Halldór er frá Sandhólum á Tjörnesi, hann er réttarstjóri og vann áður hin ýmsu störf á sláturlínunni. Þröstur er frá Sílalæk í Aðaldal, er kjötmatsmaður og hefur unnið við nánast allt í sambandi við slátrun. Ragnheiður er frá Klambraseli í Aðaldal, hún vinnur við innanúrtöku og á fáa sína líka hvað það varðar, eins og Sigmundur orðar það, og Sigurgeir er frá Helluvaði í Mývatnssveit. Hann er í gærunum, bæði duglegur og samviskusamur, að sögn stöðvarstjórans.

Allt þetta fólk hefur sýnt fyrirtækinu hollustu og sinnt sínum verkum af mikilli kostgæfni, sem ber að þakka,“ segir Sigmundur Hreiðarsson. Myndir af körlunum þremur sem voru heiðraðir má sjá í myndasafninu hér á heimasíðunni.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook