Fréttir

„Sláturtíðin hefur gengið mjög vel“

„Það er óhætt að segja að sláturtíð hafi gengið mjög vel. Þrátt fyrir að við byrjuðum rúmlega viku seinna að slátra þetta haustið, og aukning sé í slátrun miðað við árið 2010, þá munum við einungis verða einum degi lengur fram á veturinn,“ segir Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska á Húsavík.Fleiri lömbum er slátrað á degi hverjum nú en áður.

Nú þegar búið er að slátra um 60.000 fjár á Húsavík. Meðalþyngd dilka er 15,79 kg, sem er 280 grömmum minna en árið 2010. „Fita og kjötgerð eru aðeins lægri en á síðasta ári, en þegar þetta er skoðað í samhengi þá er mjög skýrt samræmi þarna á milli, sem sannar vönduð vinnnubrögð í kjötmati,“ segir Sigmundur.

 

Mjög vönduð vinnubrögð

 

Stöðvarstjórinn segir verkun hafa verið til mikillar fyrirmyndar í sláturtíðinni. „Í gær voru verkunargallar t.d. 0,136% sem þýðir að þrír gallar fundust eftir vinnslu á 2199 lömbum sem slátrað var í gær. Þetta er auðvitað með algjörum ólíkindum og sýnir svo ekki verður um villst að vinnubrögð eru mjög vönduð. Þetta skiptir fyrirtækið miklu máli, því við vinnum úr nánast öllu okkar kjöti og auðveldar okkur að skila góðu og fallegu lambakjöti til neytenda, sem þeir eiga svo sannarlega skilið,“ segir Sigmundur.

 

„Góð samkipti við innleggjendur, gott samstarf við flutningsaðila og aðra þjónustuaðila ásamt góðu starfsfólki, sem hefur  verið tilbúið til að taka á þessu verkefni með fyrirtækinu, er ástæða þess að svo vel hefur tekist til sem raun ber vitni.“

 

Sigmundur segir að nú sjái fyrir endan á þessari törn. „Við gerum ráð fyrir að sláturtíð ljúki fimmtudaginn 27. október, en þá tekur næsta törn við sem er jólavertíðin. Undirbúningur framleiðslu á okkar eðal hangikjöti er í fullum gangi og framleiðslu þess linnir ekki fyrr en á Þorláksmessu. Þá má gera ráð fyrir að stór hluti þjóðarinnar verði búinn að tryggja sér þetta góðgæti og geti haldið gleðileg jól,“ segir Sigmundur Hreiðarsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook