Fréttir

Kjöt hefur hækkað mun minna í verði en önnur matvara

Frá kjötvinnslu Norðlenska á Húsavík.
Frá kjötvinnslu Norðlenska á Húsavík.

Lítil verðhækkun á kjöti síðastliðin ár hefur átt mikinn þátt í því að halda niðri kostnaði heimilanna í landinu vegna matarinnkaupa. Kjöt hefur hækkað mun minna í verði en önnur matvæli á þeim tíma. Þetta sýna gögn frá Hagstofu Íslands svart á hvítu.

Á síðustu tæpum fjórum árum hefur neysluvísitala hækkað um 35% og matvælavísitala um tæp 45%. Á sama tíma hefur kjötvísitala hækkað um aðeins 20% og helmingur þeirrar hækkunar hefur orðið á síðustu fjórum mánuðum eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti, sem er unnið úr gögnum Hagstofunnar.

Umræðan hefur verið þveröfug. Því hefur verið haldið fram að kjöt hafi hækkað gríðarlega en það er alls ekki rétt. Það þýðir ekki að horfa bara nokkra mánuði aftur í tímann heldur verður að líta lengra til baka til að sjá heildarmyndina. Lítil verðhækkun á kjöti hefur í raun haldið neyslu- og matvælavísitölunni niðri síðastliðin ár,” segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

Þróun vísitölunnar


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook