Fréttir

Slegist um ferskt lambakjöt sem aldrei fyrr

Sigmundur t.v. og Reynir Eiríksson framleiðslustjóri Norðlenska.
Sigmundur t.v. og Reynir Eiríksson framleiðslustjóri Norðlenska.

„Það gekk ótrúlega vel þessa fyrstu viku. Á miðvikudaginn slátruðum við 2253 lömbum, meira en nokkru sinni áður á einum degi, en það met var svo slegið í gær, föstudag, þegar slátrað var 2274,“ segir Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska á Húsavík.

Þar með lauk fyrstu heilu viku sláturtíðar, en slátrað var á miðvikudegi, fimmtudegi og föstudegi í vikunni á undan. „Sala á fersku lambakjöti hefur verið meiriháttar, það má segja að slegist sé um kjötið sem aldrei fyrr og við erum auðvitað mjög ánægð með það,“ segir Sigmundur. Við seljum mest í gegnum verslanir Kaupáss, Nóatún og Krónuna, en þjónustum að sjálfsögðu aðra líka, Samkaup og fleiri.“


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook