Fréttir

„Hlakka alltaf jafn mikið til að koma“

Christhopher Kane og Ragnheiður Jóhannesdóttir frá Klambraseli.
Christhopher Kane og Ragnheiður Jóhannesdóttir frá Klambraseli.

„Þetta er áttunda árið í röð sem ég kem hingað í sláturtíðinni. Ég hef verið í um það bil tvo mánuði í hvert skipti og hlakka alltaf jafn mikið til að koma; hér eru sko aldrei nein vandamál - það er gott að vinna hjá fyrirtækinu og samstarfsmennirnir eru frábærir,“ segir Englendingurinn Christhopher Kane, sem orðinn er hagvanur  hjá Norðlenska á Húsavík.

Christopher fæddist í Manchester á Englandi en hefur búið lengi fjarri Englandsströndum. Fyrst í 12 ár á Nýja Sjálandi en undanfarin ár á Taílandi þar sem hann á eiginkonu og barn. „Ég vinn hér í tvo mánuði á hverju haust, er svo heima í þrjá mánuði, stundum fjóra, og fer svo til starfa hjá vínframleiðanda á Nýja Sjálandi. Þar er ég yfir háannatímann, í tvo til þrjá mánuði, og fer svo aftur heim til konu og barns,“ segir hann. Með þessu móti gefst honum góður tími með fjölskyldunni inn á milli vinnutarna og kann fyrirkomulaginu vel. „Þetta er óvenjulegur lífsstíll en yndislegur,“ segir Chris, eins og hann er jafnan kallaður.

Chris segir ýmislegt hafa breyst hjá Norðlenska síðan hann kom fyrst til starfa, „en það sem skiptir mestu máli er að hér er gott að vera; það er vel séð um okkur, stjórnendur fyrirtækisins eru afskaplega elskulegir og samstarfsmenn mínir á vinnslulínunni frábærir. Þetta er sami kjarninn ár eftir ár, hér er góð fjölskyldustemning og þegar sláturtíð lýkur hlakka allir til að hittast að ári.“


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook