Fréttir

Búsæld og Norðlenska boða til fundar í Sveitahótelinu Sveinbjarnargerði með félagsmönnum í Búsæld

Næstkomandi miðvikudag, 22. apríl, boða Búsæld og Norðlenska til fundar með félagsmönnum í Búsæld í Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði og hefst hann kl. 20.30.

Þetta er síðasti fundurinn á þessu vori sem Búsæld og Norðlenska boða til, en í síðustu viku voru fimm fundir með Búsældarfélögum á Suður- og Austurlandi.

Á fundinn koma Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska og Jón Benediktsson, formaður stjórnar Búsældar.

Á fundinum í Sveinbjarnargerði verður rætt um rekstur Norðlenska, markaðsmál frá ýmsum hliðum, framtíðarsýn og fleira. Búsældarfélagar eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og fá upplýsingar og skiptast á skoðunum.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook