Fréttir

Ræða málin við bændur á Austurlandi

Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri á Húsavík, Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri, Halldór Sigurðsson, réttarstjóri og Aðalsteinn Jónsson bóndi í Klausturseli hafa í gær og dag verið á yfirreið um Austurland þar sem þeir hitta sauðfjárbændur að máli og fara yfir ýmis hagsmunamál með þeim. Sigmundur segir þessa ferð þeirra fjórmenninga hafa verið afar gagnlega.

 

"Við vorum í gær á Skriðdal og fórum sömuleiðis í Fáskrúðsfjörð og Breiðdal og í dag vorum við á Borgarfirði eystri og Héraði. Á Borgarfirði eystri hittum við bróðurpart okkar innleggjenda á fundi í morgun. Við höfum einnig farið heim á bæi og hitt bændur. Þetta hefur í stuttu máli verið hrein snilld. Það er að mínu mati gríðarlega mikilvægt að hitta bændur á þennan hátt og miðla til þeirra upplýsingum og fá frá þeim upplýsingar milliliðalaust. Hagsmunir bændanna og okkar sem störfum hjá Norðlenska fara algjörlega saman og því er þessi upplýsingamiðlun afar mikilvæg á báða bóga. Þetta hefur verið okkur afar gagnlegt og í ljósi þessarar reynslu tel ég slíkar heimsóknir alveg nauðsynlegar," segir Sigmundur.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook