Fréttir

Hangikjöt Norðlenska á toppnum

Húsavíkurhangikjötið frá Norðlenska varð í fyrsta sæti í árlegri bragðkönnun DV ásamt Hólsfjallahangikjöti Fjallalambs. Hvort tveggja kjötið fékk 3,9 stjörnur af 5 mögulegum. Af fimm efstu í könnuninni eru þrjár hangikjötstegundir frá Norðlenska.

DV segir: Með sanni má segja að risarnir takist hér á því Húsavíkurhangikjötið vann í fyrra en Hólsfjallahangikjötið frá Fjallalambi í hitteðfyrra. 

Húsavíkurhangikjöt Norðlenska fékk sem sagt 3,9 stjörnur. Í þriðja sæti í bragðkönnuninni, með 3,7 stjörnur er Fjallahangikjöt frá Norðlenska og í fimmta sæti KEA hangikjöt með 3,3 stjörnur. 

Útvaldir dómarar

Fimm matgæðingar skipuðu dómnefndina að þessu sinni. Það voru matreiðslumeistarinn Sigurður Hall, landsliðskokkurinn og eigandi Fiskmarkaðarins, Hrefna Rósa Jóhannesdóttir Sætran, Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari á Gestgjafanum, Sólveig Baldursdóttir, ritstjóri Gestgjafans, og Örn Árnason, skemmtikraftur og matgæðingur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook