Fréttir

Nóg að gera á Höfn

"Já, það er nóg að gera hérna hjá okkur þó að sláturtíðin sé liðin. Reyndar slátruðum við um 500 dilkum í síðustu viku - 14. og 15. nóvember," segir Einar Karlsson, sláturhússtjóri Norðlenska á Höfn.

"Þetta voru einfaldlega dilkar sem menn áttu eftir að koma með til slátrunar og við vissum af. Ef þörf verður á, munum við slátra aftur í desember," segir Einar.

Eftir haustslátrun sauðfjár á Höfn tók við nautgripa- og hrossaslátrun (folöld) og þá er mikil vinna framundan hjá sjö starfsmönnum Norðlenska á Höfn við svokallaða sjöpartasögun á dilkaskrokkum, að saga og verka svið og ýmislegt annað tilfallandi. "Það eru næg verkefni framundan" segir Einar Karlsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook