Fréttir

Norðlenska afhendir Líknarsjóði Lionsklúbbs Hornafjarðar peningagjöf

Í stað þess að senda út jólakort hefur Norðlenska undanfarin ár styrkt félagasamtök með fjárframlögum á aðventunni. Svo er einnig í ár. Í dag, 13. desember, afhenti Reynir B. Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska, forráðamönnum Líknarsjóðs Lionsklúbbs Hornafjarðar 100 þúsund króna peningagjöf frá fyrirtækinu. Afhending peningagjafarinnar fór fram á Höfn.

Í stað þess að senda út jólakort hefur Norðlenska undanfarin ár styrkt félagasamtök með fjárframlögum á aðventunni. Svo er einnig í ár. Í dag, 13. desember, afhenti Reynir B. Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska, forráðamönnum Líknarsjóðs Lionsklúbbs Hornafjarðar 100 þúsund króna peningagjöf frá fyrirtækinu. Afhending peningagjafarinnar fór fram á Höfn.

"Það er okkur hjá Norðlenska mikilvægt að geta orðið lionsmönnum á Hornafirði að liði með þessum hætti. Síðustu tvö ár höfum við afhent félagasamtökum á Akureyri og Húsavík peningagjafir í aðdraganda jóla og nú er komið að Hornafirði, þriðja byggðarlaginu þar sem Norðlenska er með starfsstöð. Okkur er kunnugt um að Lionsklúbbur Hornafjarðar stendur fyrir öflugu starfi og því vitum við að þessir fjármunir nýtast vel," segir Reynir B. Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska.

Þorsteinn Sigjónsson, formaður Lionsklúbbs Hornafjarðar, segist vera mjög ánægður með að fá þessa góðu gjöf frá Norðlenska og hún muni nýtast vel.

"Slíkur stuðningur fyrirtækja eins og Norðlenska er okkur ákaflega mikilvægur. Ég á fastlega von á því að Líknarsjóður Lionsklúbbsins muni verja þessum fjármunum til góðra mála strax núna fyrir jólin," sagði Þorsteinn. Í Lionsklúbbi Hornafjarðar eru 38 félagar og vinnur klúbburinn ómetanlegt starf á svæðinu. Nýverið gaf hann barnaskólanum á Höfn 100 þúsund króna bókagjöf og í tilefni af 40 ára afmæli Lionslúbbsins 11.nóvember sl. mun hann gefa 400 þúsund krónur

10 þúsund fyrir hvert ár til einhverra góðra verkefna, sem Þorsteinn segir að ekki hafi endanlega verið ákveðið hver verði.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook