Fréttir

Norðlenska án MSG

Norðlenska tilkynnir það með stolti fyrstir allra kjötvinnsla, að allar vörur undir merkjum fyrirtækisins eru án MSG (einnatríumglútamat, E 621). MSG er töluvert notað sem bragðaukandi efni í matargerð og er þekkt sem óþolsvaldur meðal fólks. Óþolseinkenni vegna mikillar neyslu er m.a. höfuðverkur og þyngsli fyrir brjósti

Norðlenska tilkynnir það með stolti fyrstir allra kjötvinnsla, að allar vörur undir merkjum fyrirtækisins eru án MSG (einnatríumglútamat, E 621).

MSG er töluvert notað sem bragðaukandi efni í matargerð og er þekkt sem óþolsvaldur meðal fólks. Óþolseinkenni vegna mikillar neyslu er m.a. höfuðverkur og þyngsli fyrir brjósti.

Að sögn Sigurgeirs Höskuldssonar gæða og vöruþróunarstjóra Norðlenska hefur verkefnið staðið yfir í rúmt ár.   Til okkar bárust margar fyrirspurnir um óþolsefni í framleiðsluvörum okkar og þá sérstaklega MSG.  Neytendum fannst erfitt og flókið að finna út hvaða vörur innihéldu ekki þessi efni.  Eðlilega hlustum við á kröfur neytenda og því lögðum við af stað með þetta verkefni.   Byrjað vará því  að fara yfir öll krydd og hjálparefnablöndur og innihaldið athugað. Síðan var kryddum breytt og skipt út á markvissan hátt þannig að í dag eru einungis notaðar blöndur án viðbætts MSG¿


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook