Fréttir

Norðlenska fellir niður flutningsgjald á nautgripi

Ákveðið hefur verið að Norðlenska hætti að innheimta gjald vegna flutnings nautgripa frá innleggjendum í sláturhús. Þessi breyting tekur gildi í dag, mánudaginn 11. september. Norðlenska slátrar nautgripum tvisvar í viku og hefur flutningsgjald á grip verið kr. 2.600, en frá og með deginum í dag fellur þetta gjald niður, sem fyrr segir.

Ákveðið hefur verið að Norðlenska hætti að innheimta gjald vegna flutnings nautgripa frá innleggjendum í sláturhús. Þessi breyting tekur gildi í dag, mánudaginn 11. september.

Norðlenska slátrar nautgripum tvisvar í viku og hefur flutningsgjald á grip verið kr. 2.600, en frá og með deginum í dag fellur þetta gjald niður, sem fyrr segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að fyrirtækið hafi talið rétt að stíga það skref að fella niður flutningsgjald á nautgripi. Sigmundur vill jafnframt hvetja bændur til þess að koma með nautgripi til slátrunar hjá Norðlenska. “Framboð á nautakjöti á síðustu mánuðum hefur ekki verið nægilega mikið til þess að mæta eftirspurn. Þess vegna er brýnt að auka slátrun nautgripa til þess að unnt sé að mæta óskum markaðarins,” segir Sigmundur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook