Fréttir

Norðlenska gaf Samhljómi styrktarfélagi á Húsavík fimmtán matarpoka

Norðlenska afhenti Samhljómi styrktarfélagi á Húsavík í dag fimmtán matarpoka, sem verður útdeilt til heimila á Húsavík sem þurfa á aðstoð að halda núna fyrir jólin.

Í hverjum poka eru KEA-hamborgarhryggur (sem matgæðingar DV völdu besta hrygginn núna fyrir jólin), Húsavíkurhangikjöt (sem matgæðingar DV völdu einnig besta hangikjötið á markaðnum fyrir jólin), grænar og gular baunir, rauðkál og Nóa-konfekt.

Í stað þess að senda út jólakort hefur Norðlenska undanfarin ár varið ákveðinni fjárupphæð til þess að styrkja félagasamtök á þeim stöðum þar sem fyrirtækið er með starfsstöðvar - Akureyri, Húsavík og Höfn - og í ár var röðin komin að Húsavík.

Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, sagði það fyrirtækinu mikið gleðiefni að geta styrkt starf Samhljóms styrktarfélags með þessum hætti, en tilgangur félagsins er að leggja einstaklingum lið sem lenda í fjárhagserfiðleikum vegna utanaðkomandi áfalla, s.s. veikinda, fötlunar eða annarra ástæðna.

Stjórn Samhljóms og fulltrúar Karlaklúbbsins Sófíu á Húsavík veittu matarpokunum viðtöku, en Sófíu-menn hafa verið ötulir bakhjarlar Samhljóms undanfarin ár, ekki síst í tengslum við styrktartónleika sem haldnir hafa verið fyrir hver jól. Styrktartónleikarnir í ár voru haldnir sl. sunnundag og tókust afar vel.

Stjórnarmenn í Samhljómi og Sófíu-menn þökkuðu Norðlenska sérstaklega fyrir matarpokana og sögðu þá eins og himnasendingu núna fyrir jólin.

 hopur__minni_640

Fulltrúar Norðlenska ásamt stjórnarmönnum í Samhljómi og fulltrúum Karlaklúbbsins Sófíu með matarpokana fimmtán, sem verður útdeilt til skjólstæðinga Samhljóms.

guni_og_arnar__minni_640

Guðni Bragason, formaður Samhljóms og Arnar Guðmundsson, kjötiðnaðarmeistari
skoða matarpokann.

arnar_kjotskurdarmeistari_640

Arnar Guðmundsson, kjötiðnaðarmeistari, gaf gestum flísar af ilmandi sauðakjöti.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook