Fréttir

Norðlenska gerir samstarfssamning við Völsung um yngriflokkastarf

Undirritun samstarfssamningsins.
Undirritun samstarfssamningsins.
Norðlenska hefur gert þriggja ára samstarfssamning við Völsung á Húsavík sem hefur það að markmiði að styðja við öflugt yngriflokkastarf hjá félaginu. "Við hjá Norðlenska fögnum því að geta komið að því æskulýðs- og unglingastarfi sem fram fer í yngri flokkum Völsungs. Þar er og hefur verið unnið mikið og gott starf og nægir í því sambandi að nefna alla þá knattspyrnumenn sem uppaldir hafa verið hjá Völsungi og spila nú í Landsbankadeildinni og víðar og nú síðast má nefna landsleikinn við Færeyjar, þar sem mátti sjá þrjá fyrrverandi leikmenn Völsungs og allir fóru þeir upp í gegn um yngriflokkastarf Völsungs," segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.

Sigmundur bætir við að í gildi sé samstarfssamningur milli Norðlenska og meistaraflokks Völsungs í knattspyrnu. "Allt er þetta hluti af þeim samfélagslegu verkefnum sem við viljum koma að á þeim stöðum þar sem við erum með starfsstöðvar. Hér á Húsavík hefur verið veruleg uppbygging síðastliðið ár og því er okkur mikil ánægja að geta koma að þessum verkefnum," segir Sigmundur.

Á meðfylgjandi mynd eru Sigmundur Hreiðarsson (til vinstri) og Sveinn Aðalsteinsson, starfsmaður Völsungs, að undirrita samstarfssamninginn.

godi_004


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook