Fréttir

Norðlenska greiðir 33 milljónir í uppbót

Stjórn Norðlenska hefur ákveðið að greiða bændum 2,20% uppbót á allt innlegg ársins 2011. Uppbótin verður greidd út í næstu viku, alls um 33 milljónir króna án virðisaukaskatts. Þetta á við um allar búgreinar þannig að allir bændur sem leggja inn hjá Norðlenska fá greitt.

„Reksturinn hefur gengið ágætlega, og við viljum að allir innleggjendur fái að njóta góðs árangurs,“ segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.  „Þennan góða árangur má þakka samhentu liði starfsmanna, stjórnar og stjórnenda Norðlenska og síðast en ekki síst okkar ágætu eigendum og innleggjendum, bændunum. Allt hjálpaðist að,“ segir Sigmundur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook