Fréttir

Norðlenska kaupir Dynamics Ax upplýsingakerfi

Skrifað hefur verið undir samning um kaup Norðlenska á Microsoft Dynamics Ax upplýsingakerfi frá fyrirtækinu HugurAx. Hið nýja kerfi leysir af hólmi Concorde upplýsingakerfi, sem hefur dugað vel undanfarinn röskan áratug, en nýja kerfið er töluvert víðtækara og gefur möguleika til meiri og betri upplýsingagjafar innan fyrirtækisins og sömuleiðis til innleggjenda. Stefnt er að því að hið nýja upplýsingakerfi verði tekið í notkun 1. mars 2009.

„Norðlenska hefur lagt áherslu á að nota upplýsingatæknina sem mest og best til miðlunar upplýsinga innan fyrirtækis og til viðskiptavina. Í grunninn notum við þetta nýja Dynamics Ax kerfi og uppfærum eldri sérlausnir inn í kerfið sem er af nýjustu kynslóð forrita.  Þetta er stórt og viðamikið kerfi og það er alveg ljóst að það verður mikil vinna hér innanhúss að undirbúa yfirfærslu á nýju kerfi með aðstoð sérfræðinga HugarAx. Það er lykilatriði að undirbúa þessa breytingu vel þannig að hún gangi vel fyrir sig þegar þar að kemur á næsta ári," sagði Benedikt Sveinbjörnsson, aðalbókari Norðlenska.

Ein af fjórum starfsstöðvum HugarAx er á Akureyri og þar verður meginþunginn í vinnu fyrirtækisins við hið nýja upplýsingakerfi Norðlenska.

Á myndinni hér að neðan eru fulltrúar HugarAx í Reykjavík og Akureyri ásamt Reyni Eiríkssyni, framleiðstjóra, og Benedikt Sveinbjörnssyni, aðalbókara Norðlenska.

upplysingakerfi__minni_640


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook