Fréttir

Norðlenska kaupir Rækjuhúsið á Húsavík

Einn starfsmanna Icelandic Byproducts í Rækjuhúsinu.
Einn starfsmanna Icelandic Byproducts í Rækjuhúsinu.

Norðlenska hefur keypt svokallað Rækjuhús á Húsavík af útgerðarfélaginu Vísi. Fasteignin er að Suðurgarði 2, þar sem Fiskiðjusamlag Húsavíkur var á sínum tíma. Norðlenska hefur síðastliðin ár leigt hluta hússins, m.a. undir starfsemi dótturfélagsins Icelandic Byproducts, sem vinnur verðmæti úr aukaafurðum.

Rækjuhúsið eru tæpir 2.000 fermetrar að flatarmáli. Vísir hefur notað húsið að hluta, Fiskmarkaður Húsavíkur hefur einnig verið þar með starfsemi, svo og framleiðsla og sala á lausfrystum ís.

 

„Við kaupum húsið til þess að styrkja starfsemi Norðlenska á Húsavík enn frekar. Við höfum leigt frysti, höfum notað hluta hússins undir heimasögun á kjöti í sláturtíð og svo hefur Icelandic Byproducts verið þarna. Fyrirtækið vinnur verðmæti úr aukaafurðum í sláturtíðinni, það hefur vaxið mikið á síðustu árum og við sjáum fyrir okkur enn frekari vöxt í því fyrirtæki,“ segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

 

Norðlenska leitaði tilboða í fjármögnun kaupanna og var samið við Arion banka. Sigmundur segir húsið í mjög góðu standi og vel með farið. „Við ætlum að auka starfsemi okkar í húsinu en munum væntanlega reyna að leigja frá okkur einhvern hluta þess,“ segir framkvæmdastjórinn.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook