Fréttir

Norðlenska og Samskip gera hálfs milljarðs króna samning um flutninga

Sigmundur og Björgvin við undirritun samninga.
Sigmundur og Björgvin við undirritun samninga.
Í dag var undirritaður víðtækur samstarfssamningur Norðlenska og Landflutninga-Samskipa sem kveður á um að Landflutningar-Samskip taka að sér flutning á allri fersk- og frystivöru Norðlenska til viðskiptavina fyrirtækisins út um allt land frá Akureyri, Húsavík og Höfn í Hornafirði. Jafnframt felur samningurinn í sér dreifingu á vörum Norðlenska til viðskiptavina á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn er til næstu fjögurra ára og tók gildi frá og með 15. september 2005. Verðmæti samningsins er um hálfur milljarður króna. Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir fyrirtækið hafa átt farsælt samstarf við Landflutninga-Samskip síðustu ár og með þessum nýja samningi sé staðfest áframhaldandi samstarf félaganna á víðtækari grunni en áður. Sigmundur segir að Norðlenska hafi í samvinnu við Landflutninga-Samskip þróað víðtækt kælivörudreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu sem tryggi ferskleika framleiðsluvara Norðlenska til viðskiptavina fyrirtækisins á því svæði. Björgvin Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa, segir að með þessum samningi sé verið að samþætta flutningsþörf Norðlenska við sérhæft kæliflutningsnet Landflutninga-Samskipa. Hann segir að stöðugt sé verið að herða kröfur um meðhöndlun og kælingu matvæla og til að mæta þeim séu eingöngu notaðir þar til búnir kælibílar, sem uppfylli öll ströngustu skilyrði um kælingu og dreifingu ferskra matvæla. Þá tekur Björgvin fram að Landflutningar-Samskip muni vinna að þróunarverkefnum sem miði að því að lækka flutnings- og dreifingarkostnað Norðlenska enn frekar. Samskip hyggjast byggja upp framtíðaraðstöðu fyrirtækisins á Akureyri á næstu lóð við Norðlenska og telur Björgvin að aukin nálægð milli fyrirtækjanna veiti enn frekari tækifæri til samstarfs þeirra í milli.

Í dag var undirritaður víðtækur samstarfssamningur Norðlenska og Landflutninga-Samskipa sem kveður á um að Landflutningar-Samskip taka að sér flutning á allri fersk- og frystivöru Norðlenska til viðskiptavina fyrirtækisins út um allt land frá Akureyri, Húsavík og Höfn í Hornafirði. Jafnframt felur samningurinn í sér dreifingu á vörum Norðlenska til viðskiptavina á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu.

Samningurinn er til næstu fjögurra ára og tók gildi frá og með 15. september 2005. Verðmæti samningsins er um hálfur milljarður króna.

Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir fyrirtækið hafa átt farsælt samstarf við Landflutninga-Samskip síðustu ár og með þessum nýja samningi sé staðfest áframhaldandi samstarf félaganna á víðtækari grunni en áður.  Sigmundur segir að Norðlenska hafi í samvinnu við Landflutninga-Samskip þróað víðtækt kælivörudreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu sem tryggi ferskleika framleiðsluvara Norðlenska til viðskiptavina fyrirtækisins á því svæði.  

Björgvin Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa, segir að með þessum samningi sé verið að samþætta flutningsþörf Norðlenska við sérhæft kæliflutningsnet  Landflutninga-Samskipa. Hann segir að stöðugt sé verið að herða kröfur um meðhöndlun og kælingu matvæla og til að mæta þeim séu eingöngu notaðir þar til búnir kælibílar, sem uppfylli öll ströngustu skilyrði um kælingu og dreifingu ferskra matvæla. Þá tekur Björgvin fram að Landflutningar-Samskip muni vinna að þróunarverkefnum sem miði að því að lækka flutnings- og dreifingarkostnað Norðlenska enn frekar.

Samskip hyggjast byggja upp framtíðaraðstöðu fyrirtækisins á Akureyri á næstu lóð við Norðlenska og telur Björgvin að aukin nálægð milli fyrirtækjanna veiti enn frekari tækifæri til samstarfs þeirra í milli.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook