Fréttir

Norðlenska styrkir færeyskt björgunarfélag

Frá afhendingu styrksins í gær.
Frá afhendingu styrksins í gær.

Norðlenska hefur lengi átt farsæl viðskipti við Færeyinga og eftir að fárviðri gekk yfir eyjarnar í haust kviknaði sú hugmynd að rétta frændum okkar hjálparhönd með einhverjum hætti. Úr varð að Norðlenska ákvað að færa björgunarfélagi í Færeyjum andvirði um 200.000 króna að gjöf og afhenti Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, gjöfina í gær.

Það var Paul Mikkelsen, sem árum saman hefur keypt íslenskt kjöt og flutt til Færeyja, sem benti Norðlenska á Havnar Bjargingarfelag þegar hugmyndina bar á góma, og Paul var viðstaddur þegar Heini Eysturoy, formaður félagsins, tók við gjöf Norðlenska í gær.

From kom hjá Eysturoy í gær að félagið hefði einmitt verið stofnað í kjölfar þess að íslenskt skip strandaði og sökk við Færeyjar fyrir rúmri hálfri öld.

Formaðurinn sagði félög sem rekin eru í sjálfboðavinnu ætíð taka við peningagjöfum með þökkum, svo sé einnig nú, og féð muni koma í góðar þarfir.

Á meðfylgjandi mynd eru, frá vinstri, Paul Mikkelsen, Ingvar Már Gíslason, Heini Eysturoy og annar meðlimur í Havnar Bjargingarfélagi.

Sjá má umfjöllun færeysks fréttavefjar um málið má sjá hér 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook