Fréttir

Norðlenska styrkir Hetjurnar um 100 þúsund krónur

Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, afhendir Sonju Björk Elíasdóttur, gjaldkera Hetjanna, styrk að upphæð kr. 100 þúsund í dag.
Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, afhendir Sonju Björk Elíasdóttur, gjaldkera Hetjanna, styrk að upphæð kr. 100 þúsund í dag.
Norðlenska ehf. hefur styrkt Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, um eitt hundrað þúsund krónur og var styrkurinn afhentur í dag. Á nýafstöðnu ESSO-móti KA í knattspyrnu gaf Norðlenska öllum þátttakendum svokallað líknararmband, sem ýmis líknarsamtök hafa verið að selja til ágóða fyrir starfsemi sína, og jafnhliða ákváðu stjórnendur Norðlenska að styrkja Hetjurnar um eitt hundrað þúsund krónur.

Norðlenska ehf. hefur styrkt Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, um eitt hundrað þúsund krónur og var styrkurinn afhentur í dag.
Á nýafstöðnu ESSO-móti KA í knattspyrnu gaf Norðlenska öllum þátttakendum svokallað líknararmband, sem ýmis líknarsamtök hafa verið að selja til ágóða fyrir starfsemi sína, og jafnhliða ákváðu stjórnendur Norðlenska að styrkja Hetjurnar um eitt hundrað þúsund krónur.

Sonja Björk Elíasdóttir, gjaldkeri Hetjanna, veitti styrknum viðtöku í dag og sagði hann m.a. nýtast mjög vel til þess að fjármagna óvissuferð félagsins í lok ágúst, en á síðasta ári fóru Hetjurnar í óvissuferð til Hríseyjar og nutu þá einnig stuðnings Norðlenska. "Það er alveg ljóst að við gætum ekki haldið úti jafn öflugri starfsemi og raun ber vitni nema að fá góðan stuðning fyrirtækja. Ég er Norðlenska mjög þakklát fyrir þennan styrk," segir Sonja Björk.
Tæplega sextíu fjölskyldur á Norðurlandi eiga aðild að Hetjunum og er starfsemi félagsins afar fjölbreytt. Efnt er til skemmtana árið um kring og sem dæmi stóð félagið nýverið fyrir námskeiði fyrir systkini langveikra og fatlaðra barna.

Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segir að stuðningur fyrirtækisins við Hetjurnar sé í samræmi við þá stefnu Norðlenska að styðja við bakið á félagasamtökum sem vinni að mikilvægum verkefnum í þágu almennings. "Við höfum áður styrkt Hetjurnar og styrkurinn í dag er til marks um að við viljum gera enn betur í þeim efnum, enda eru Hetjurnar að vinna mjög gott og þarft starf hér á svæðinu," segir Ingvar.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook