Fréttir

Norðlenska þátttakandi í verkefninu „Virkur vinnustaður“

Norðlenska er þátttakandi í verkefninu „Virkur vinnustaður“ sem stýrt er af Virk starfsendurhæfingarsjóði. Um er að ræða þróunarverkefni til þriggja ára sem snýst um forvarnir á vinnustað og endurkomu starfsfólks til vinnu eftir veikindi eða slys.

Markmið Norðlenska eru að mótuð sé stefna og vinnulag hjá fyrirtækinu þannig að brugðist sé við veikindum með fyrirsjáanlegum hætti. Einnig að auka þekkingu stjórnenda og starfsmanna um þá þætti í vinnuumhverfinu sem stuðla að velferð og draga úr fjarvistum.

Á meðan á verkefninu stendur verður ýmis fræðsla fyrir stjórnendur og starfsfólk. Fyrsti fræðslu- og vinnufundurinn fór fram á Hótel KEA föstudaginn 18. nóvember sl. Þar var verkefnið kynnt og vinnan sett af stað formlega. Verkefnið tekur til sláturhúss, kjötvinnslu og skrifstofu Norðlenska á Akureyri. Tengiliður er Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook