Fréttir

Norðlenska veitir Friðriki V. Karlssyni viðurkenningarskjöld

Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, og Friðrik V. Karlsson, veitingamaður á Friðriki V, með viðurkenningarskjöldinn.
Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, og Friðrik V. Karlsson, veitingamaður á Friðriki V, með viðurkenningarskjöldinn.

Í dag afhentu forráðamenn Norðlenska Friðriki V. Karlssyni, veitingamanni á veitingastaðnum Friðriki V, viðurkenningarskjöld þar sem Norðlenska þakkar honum fyrir gott samstarf um leið og fyrirtækið óskar honum til hamingju með að hafa verið útnefndur "Norðlendingur ársins 2006" af hlustendum Útvarps Norðurlands. Á skildinum stendur: "Norðlendingur ársins 2006. Það er er mikill heiður að starfa með þér. Til hamingju!"

Í dag afhentu forráðamenn Norðlenska Friðriki V. Karlssyni, veitingamanni á veitingastaðnum Friðriki V, viðurkenningarskjöld þar sem Norðlenska þakkar honum fyrir gott samstarf um leið og fyrirtækið óskar honum til hamingju með að hafa verið útnefndur "Norðlendingur ársins 2006" af hlustendum Útvarps Norðurlands. Á skildinum stendur: "Norðlendingur ársins 2006. Það er er mikill heiður að starfa með þér. Til hamingju!"

Norðlenska hefur unnið náið með Friðriki V. Karlssyni. Hann hefur lengi notað framleiðsluvörur Norðlenska í ríkum mæli á veitingastað sínum á Akureyri og verið ötull við að halda þeim á lofti og kynna þær fyrir jafnt innlendum sem erlendum viðskiptavinum.

Sem kunnugt er var veitingastaðurinn Friðrik V valinn einn af 100 bestu svæðisbundnu veitingastöðum Evrópu á síðasta ári. Það er engin tilviljun, því frá opnun staðarins árið 2001 hafa hjónin og eigendur Friðriks V, Friðrik V. Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir, lagt mikla áherslu á eyfirskt hráfefni á matseðli veitingastaðarins og frætt gesti sína um það sem á borðum hefur verið í hvert skipti. Þá má segja að Friðrik hafi verið einn af aðal hvatamönnum að formlegu samstarfi um eyfirska matarmenningu, sem nú hefur orðið að veruleika. Af þessu tilefni fékk Friðrik heiðursviðurkenningu félagsins "Matur úr héraði" á nýliðnu ári og sem fyrr segir var hann valinn "Norðlendingur ársins 2006" af hlustendum Útvarps Norðurlands og sömuleiðis útnefndi fjölmiðlafyrirtækið N4 hann "Akureyring ársins 2006".

Friðrik segir að það hafi alla tíð verið mjög meðvitað af hans hálfu að nýta eyfirskt hráefni sem allra mest á veitingastað sínum á Akureyri, enda vilji hann halda fast í upprunann og skapa stað sínum sérstöðu. "Hér í Eyjafirði er úrvals hráefni og því finnst mér ekki koma annað til greina en að nýta það sem allra mest á okkar matseðli. Mig dreymir um að ferðast um Ísland og fara á veitingahús þar sem staðbundið hráefni er á borðum. Slíkt skapar hverjum veitingastað sérstöðu. Við Íslendingar höfum gert alltof lítið af þessu, en mér finnst þó að menn séu aðeins að vakna til vitundar um þetta," segir Friðrik.

"Þessi viðurkenning frá Norðlenska gleður mig mjög. Ég hef lengi átt afar farsælt samstarf við Norðlenska, sem er einn af mínum þremur stærstu birgjum og sá birgi sem sérvinnur hvað mest fyrir mig," segir Friðrik V. Karlsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook