Fréttir

Ný verðskrá fyrir nautgripi

Kjarnafæði Norðlenska hefur gefið út nýja verðskrá fyrir nautgripi.  Verðskráin gildir frá og með 7.4.2025.

Breytingar frá fyrri verðskrá eru þær að nýr flokkur fyrir gripi sem eru yfir 300kg kemur inn í verðskrána fyrir ungneyti og naut.

Auk þessarar breytingar á verðskrá verður nú greitt álag á þá gripi sem lagið eru inn til vinnslu hjá Kjarnafæði Norðlenska.  Álagið er 10% á alla gripi undir 300kg en 16% á gripi með fallþunga yfir 300kg.  Álagið greiðist samhliða innleggi.

Með þessu er verið að hvetja innleggjendur til aukinnar framleiðslu á nautakjöti og koma sérstaklega til móts við þá framleiðendur sem framleiða stóra gripi sem nýtast vel í vinnslu og gefa af sér verðmætar afurðir.

Nýju verðskrána má finna hér og undir flipanum Bændur hér að ofan.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook