Fréttir

Ný fjárrétt á Húsavík

Núverandi fjárrétt Norðlenska á Húsavík.
Núverandi fjárrétt Norðlenska á Húsavík.

Í þesssari viku hefjast viðamiklar endurbætur á fjárrétt sláturhúss Norðlenska á Húsavík, sem miða að því að gera alla aðstöðu bæði starfsfólks og fjáreigenda mun betri en nú er, auk þess að spara mikla vinnu.

Núverandi fjárrétt verður öll rifin niður og ný rétt sett upp frá grunni. Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, segir að í sláturtíðinni safnist 36-40 tonn af skít undir grindum fjárréttarinnar og mikil vinna sé að hreinsa hann út eftir hverja sláturtíð. Hin nýja fjárrétt verður á lofti, ef svo má segja, þannig að unnt verður að hreinsa skítinn út með vél.
Gólf nýju réttarinnar, sem kemur í einingum hingað til lands frá Bretlandi, verður úr plasti. Sigmundur reiknar með að Bretarnir komi til Húsavíkur í febrúar 2008 og setji nýu réttina upp.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook