Fréttir

Ný fjárrétt á Húsavík

Í vetur hefur verið unnið að því að endurnýja fjárréttina í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Gamla réttin, sem var frá 1971 og hefur enst afar vel, var rifin niður og nýrri rétt komið fyrir í þetta sama rými.

Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri á Húsavík, segir að nýja réttin sé í raun einingar sem komu ósamsettar héðan frá Bretlandi og síðan unnu starfsmenn frá þessum breska framleiðanda að því að setja einingarnar saman í hálfan mánuð fyrir páska. Verkinu er að stærstum hluta lokið, en eftir er að ganga frá rampi úr fjárflutningabílunum og inn í réttina. Það verður gert í sumar. Réttin  samanstendur af járneiningum og gólfgrindum úr plasti.

Auk sjálfrar réttarinnar hefur aðstaða fyrir fjáreigendur verið gjörbætt og því er aðstaðan í það heila allt önnur og betri en áður. "Já, ég er mjög ánægður hvernig til hefur tekist. Þetta er stórglæsilegt og þeir sem hafa séð þessa nýju aðstöðu eru mjög ánægðir með útkomuna," segir Sigmundur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook