Fréttir

Ný grillkjötslína frá Goða

Núna fyrir helgina og í næstu viku koma á markaðinn nýjar tegundir af grillkjöti frá Norðlenska, undir vörumerki Goða og segir Sigurgeir Höskuldsson vöruþróunarstjóri að langt sé síðan fyrirtækið hefur komið með jafn margar nýjungar í grillkjöti á markaðinn.

Fyrst og fremst felast þessar nýjungar í því að dregið hefur verulega úr þurrkrydduðu kjöti, en þess í stað er kjötið marinerað eða kryddað með fersku kryddi - rósmarin, steinselju og timian. Eftir sem áður verður hluti af grillkjötinu þurrkryddað, en það verður þó ekki nema lítill hluti framleiðslunnar. Áherslan verður sem sagt á ferska kryddið og marineringu.

Í það heila verða um tuttugu tegundir af Goða-grillkjöti á markaðnum í sumar, að sögn Sigurgeirs.

Sem fyrr segir eru þessar nýjungar að "detta" inn á markaðinn þessa dagana og verða þær á boðstólum í verslunum um allt land í lok þessarar viku og í næstu viku.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook