Fréttir

Ný stjórn Norðlenska kjörin - Auður Finnbogadóttir stjórnarformaður

Ný stjórn Norðlenska var kjörin á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Aðalmenn í stjórn eru: Auður Finnbogadóttir, viðskiptafræðingur í Garðabæ, Ingvi Stefánsson, bóndi í Teigi, Geir Árdal, bóndi í Dæli, Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klausturseli og Heiðrún Jónsdóttir, lögfræðingur í Garðabæ.

Varamenn í stjórn voru kjörin Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi í Laufási, Gróa Jóhannsdóttir, bóndi á Hlíðarenda og Jón Benediktsson, bóndi á Auðnum.

Að loknum aðalfundinum í gær kom ný stjórn saman til síns fyrsta fundar og skipti með sér verkum. Auður Finnbogadóttir var kjörin formaður stjórnar, Ingvi Stefánsson er varaformaður, Geir Árdal ritari og Aðalsteinn og Heiðrún meðstjórnendur.

Athygli vekur að tvær konur eru í stjórn Norðlenska. Eftir því sem næst verður komist hefur kona ekki áður gegnt stjórnarformennsku í kjötvinnslufyrirtæki á Íslandi.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook