Fréttir

Nýr starfsmannastjóri hjá Norðlenska

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin starfsmannastjóri Norðlenska og mun taka við því starfi í maí n.k. og verður með aðsetur á aðalskrifstofu Norðlenska á Akureyri. Katrín Dóra er fædd árið 1965 á Akureyri. Hún lauk prófi í iðnrekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1993 og síðan viðskipta- og rekstrarfræði árið 2002 frá Háskólanum á Akureyri. Katrín Dóra hefur veitt Símenntunarstöð Eyjafjarðar forstöðu frá árinu 2000.

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin starfsmannastjóri  Norðlenska og mun taka við því starfi í maí n.k. og verður með aðsetur á aðalskrifstofu Norðlenska á Akureyri.

Katrín Dóra er fædd árið 1965 á Akureyri. Hún lauk prófi í iðnrekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1993 og síðan viðskipta- og rekstrarfræði árið 2002 frá Háskólanum á Akureyri. Katrín Dóra hefur veitt Símenntunarstöð Eyjafjarðar forstöðu frá árinu 2000.

 

Ingibjörg Steinbergsdóttir starfsmannastjóri Norðlenska hefur óskað eftir að láta af störfum sem starfsmannastjóri fyrirtækisins af persónulegum ástæðum. Hún hefur óskað eftir að starfa áfram hjá fyrirtækinu og mun verða í hlutastarfi á skrifstofu Norðlenska á Húsavík eftir að nýr starfsmannastjóri tekur til starfa.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook