Fréttir

Nýtt fréttabréf á leið til bænda

Nýtt fréttabréf Norðlenska fer í póst þriðjudaginn 14. ágúst og ætti því að berast flestum bændum 15. ágúst.

Í fréttabréfinu er birt verðskrá sauðfjárafurða hjá Norðlenska fyrir haustið 2007, sem var raunar búið að birta hér á vefnum. Þá eru í fréttabréfinu ýmsar hagnýtar upplýsingar til bænda varðandi komandi haustsláturtíð - t.d. varðandi skipulag slátrunar og skil sláturloforða, slátrun á fullorðnu fé, flutninga á sláturfé, heimtökukjöt, lyfjagjöf og lyfjaskráningu, slátursölu og niðurröðun sláturfjár.

Þá eru í fréttabréfinu m.a. greinar um horfur á kjötmarkaði, útflutning dilkakjöts til Bandaríkjanna og útflutningsskyldu dilkakjöts 2007, upplýsingapistill frá Búsæld og rætt við Sigurgeir Höskuldsson, vöruþróunarstjóra Norðlenska.

Með fréttabréfinu í næstu viku berast bændum eyðublöð um sláturfjárloforð, heimtöku kjöts og móttöku í fjárbíla.

Fréttabréfið er hægt að nálgast hér á PDF-formi.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook