Fréttir

Nýtt fréttabréf komið út

Fyrsta fréttabréf Norðlenska á þessu ári er komið út og fer það í dreifingu í dag og mun því berast bændum næstu daga. Fréttabréfið er helmingi stærra að þessu sinni en venja er til, sem helgast fyrst og fremst af þeim breytingum á eignarhaldi Norðlenska sem urðu undir lok síðasta árs.

Í fréttabréfinu er ítarlegt viðtal við Jón Benediktsson, formann Búsældar, og Ingva Stefánsson, varaformann Búsældar, um kaup Búsældar á hlutabréfum í Norðlenska, viðtöl eru við Sigmund E. Ófeigsson, framkvæmdastjóra Norðlenska, Helga Teit Helgason, útibússtjóra Landsbankans á Akureyri og þá Kjarnafæðisfeðga, Eið Gunnlaugsson og Gunnlaug Eiðsson. Þá er fjallað um sláturuppgjör ársins 2007, könnun sem gerð var á viðhorfi bænda sem eiga viðskipti við Norðlenska o.fl.

Fréttabréfið má lesa hér.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook