Fréttir

Nýtt lambakjöt í verslanir

Nýtt lambakjöt frá Norðlenska kemur í verslanir á morgun, þriðjudag. Slátrun hófst í lok síðustu viku, kjöt af því fé var unnið í dag og vinnslu lýkur á morgun. Áfram verður slátrað næstu daga og framboð á nýju lambakjöti verður orðið stöðugt um miðja næstu viku.

Eins og áður hefur komið fram er slátrað fyrr nú en áður vegna mikillar spurnar landsmanna eftir lambakjöti. Forslátrun, sem svo er kölluð, hefst svo í næstu viku og hefðbundin haustslátrun í kjölfar hennar.

Nokkur umræða hefur verið um það síðustu daga að aðeins bestu bitarnir séu fluttir úr landi.  Þetta lýsir miklu þekkingarleysi og þarf ekki að gera annað en skoða tölur Hagstofunnar til að komast að hinu sanna. Stór hluti þess sem flutt er út eru lambaskrokkar, lambaslög, fita, bein og innmatur.

Norðlenska hefur síðustu árin flutt afar lítið út hlutfallslega af lambalærum og hryggjum. Metnaður fyrirtækisins er mikill og markaðsstarf Norðlenska snýst um að selja lambakjöt á innanlandsmarkaði. Áralöngu og vel heppnuðu starfi innanlands er ekki fórnað fyrir skammtíma gróða erlendis.

Bestu bitarnir seljast alltaf fyrst og ekkert launungarmál er að lítið var eftir af þeim á markaði þar til slátrun hófst á ný. Lambakjöt sem Norðlenska selur er vitaskuld af öllum stærðum og gerðum, og ekki öll lambalæri geta vegið 2,5 kg og verið í besta fituflokki!  Segja má að við höfum sloppið fyrir horn að þessu sinni því fyrirtækið hefur aldrei átt jafn lítið af kjöti og í síðustu viku.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook