Fréttir

Öskudagsfjör hjá Norðlenska

Litadýrð á Húsavík
Litadýrð á Húsavík
Eins og vera ber var fjörlegt hjá Norðlenska á öskudaginn. Bæði á Akureyri og Húsavík lögðu fjölmargir leið sína í húsakynni Norðlenska og voru leystir út með ýmsu góðgæti.

Hjá Norðlenska á Húsavík var ekkert síður margt um manninn en á Akureyri, en sem kunnugt er er öskudagshefðin hvað ríkust á Akureyri. Húsvísk börn og forráðamenn þeirra sem klæddu sig upp í tilefni dagsins voru leyst út með kjötbollum, Svala, kartöflum og öðru góðgæti. Og auðvitað fengu allir Goða-blöðrur að launum fyrir fagran söng. Takk kærlega fyrir komuna!

Myndasmiðir á Húsaavík og Akureyri voru uppi með myndavélarnar og hér að neðan gefur að líta nokkrar myndir frá gleðinni í dag.

 norlenska__1

norlenska__3

oskudagsmynd_2

oskudagsmynd_1

norlenska__2

norlenska__4


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook