Fréttir

Páskalambið er sívinsælt

Eins og venja er til í aðdraganda páska hefur verið mikil sala í lambalærum og -hryggjum að undanförnu. "Menn klikka ekki á páskalambinu," segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri á Húsavík.

Á fjölda heimila er lambakjötið í öndvegi á páskum. Hefðin er einfaldlega sú að páskalambið verði að vera á sínum stað. "Það hefur verið mjög gott skot í lambinu síðustu daga. Við erum að senda það síðasta frá okkur í dag," segir Sigmundur Hreiðarsson.

Eins og áður var svokölluð páskaslátrun hjá Norðlenska á Akureyri og Höfn. Nokkrum hundruð lömbum var lógað í ár og hefur þetta ferska páskalamb farið beint á markað.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook