Fréttir

Sífellt fleiri aukaafurðir seldar úr landi

Starfsemi Icelandic Byproducts hefur vaxið og dafnað frá síðasta hausti. Fyrirtækið var stofnað í fyrra að undirlagi Norðlenska, í því skyni að vinna og flytja út garnir og ýmsar aðrar hliðarafurðir sem falla til í sláturtíðinni.

Segja má að ávinningurinn sé þríþættur. Í fyrsta lagi fást verðmæti fyrir vörur sem áður var fargað, í annan stað sparar Norðlenska sér kostnað við förgunina en hann er umtalsverður, og síðast en ekki síst skiptir umhverfissjónarmið fyrirtækið miklu máli. Reynir Eiríksson framleiðslustjóri segir ljóst að Norðlenska muni farga tugum tonna minna í sláturtíðinni í haust en á sama tíma á síðasta ári.

Sem dæmi um breytingar frá því í fyrra má nefna að vambir eru unnar meira að þessu sinni og þar af leiðandi fæst hærra verð fyrir þær. Stefnt er að því að flytja út lappir til Afríku og möguleiki er á að koma lungum og börkum í verð.

Hilda Jana Gísladóttir fréttamaður ræddi við Reyni á akureyrsku sjónvarpsstöðinni N4 í gær.

Viðtalið við Reyni á N4.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook