Fréttir

Saltkjöt og baunir...

Þorranum lýkur formlega á konudaginn, 22. febrúar, og strax í vikunni þar á eftir gerum við vel við okkur í mat - á bolludaginn og sprengidaginn - 23. og 24. febrúar. "Það er allt á fullu hjá okkur við að undirbúa sprengidaginn," segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri á Húsavík.

"Við höfum verið að saga og pækla og þetta verður allt saman tilbúið á tilsettum tíma. Það er sannast sagna ótrúlegt magn sem við seljum af saltkjöti fyrir sprengidaginn. Það liggur ljóst fyrir að salan á saltkjöti fyrir þennan eina dag samsvarar nokkurra mánaða sölu á saltkjöti," segir Sigmundur.

"Magnið sem við framleiðum fyrir sprengidaginn í ár er svipað og undanfarin ár. Við sendum kjötið frá okkur bæði í tunnum fyrir þær verslanir sem afgreiða kjötið úr kjötborði og síðan vacumpakkað í kæliborðin. Hluti af kjötinu er úrbeinað og það fer mest í mötuneyti. Við munum senda allt saltkjötið frá okkur í næstu viku, enda er salan að stærstum hluta helgina fyrir sprengidaginn, á bolludag og sjálfan sprengidaginn," segir Sigmundur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook