Fréttir

Samið við Akureyri handboltafélag um áframhaldandi stuðning

Ingvar Gíslason og Hannes Karlsson
Ingvar Gíslason og Hannes Karlsson

Á föstudag var skrifað undir samning við Akureyri Handboltafélag um áframhaldandi stuðning Norðlenska við félagið.  Boðað var til blaðamannafundar í höfuðstöðvum Norðlenska og skrifað var undir samninga í úrbeiningarsal fyrirtækisins.

Hannes Karlsson, formaður Akureyrar Handbotafélags bauð menn velkomna til fundarins og kynnti hvað í vændum var. Í fyrsta lagi undirritun leikmannasamnings við Bjarna Fritzson og síðan samstarfssamninga við þrjá öfluga stuðningsaðila, Norðlenska, Vífilfell, Sportver, og færði þeim þakkir fyrir myndarlegan stuðning við handboltann á Akureyri.

Samningurinn undirstrikar vilja Norðlenska, að styðja við íþróttalíf á Akureyri eins dyggilega og mögulegt er.  Akureyri Handboltafélag og Norðlenska hafa átt gott samstarf allt frá stofnun Akureyrar Handboltafélags.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook