Fréttir

Samningur um endurfjármögnun Norðlenska

Í dag var undirritaður samningur Landsbankans og Norðlenska sem felur í sér endurfjármögnun Landsbankans á birgða- og rekstrarlánum Norðlenska. Einnig kveður samningurinn á um fjármögnun á nýbyggingu Norðlenska á Akureyri, þar sem verða starfsmannaaðstaða og skrifstofur félagsins.

Í dag var undirritaður samningur Landsbankans og Norðlenska sem felur í sér endurfjármögnun Landsbankans á birgða- og rekstrarlánum Norðlenska. Einnig kveður samningurinn á um fjármögnun á nýbyggingu Norðlenska á Akureyri, þar sem verða starfsmannaaðstaða og skrifstofur félagsins.

 

Höfum mikla trú á Norðlenska

Mikil umskipti hafa orðið í rekstri Norðlenska síðustu misseri sem aukið hefur styrk og getu félagsins.  Við í Landsbankanum höfum  mikla trú á því sem Norðlenska er og hefur verið að gera og ekki síður á framtíðaráformum félagsins.  Það er okkur Landsbankamönnum því ánægjuefni að taka þátt í uppbyggingu Norðlenska með endurfjármögnun, sem vonandi er til þess fallin að styrkja félagið enn frekar, segir Helgi Teitur Helgason, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri.       

 

  Viðsnúningur í rekstri

Í mínum huga er það skref sem Landsbankinn stígur með endurfjármögnun Norðlenska mjög afgerandi. Ég tel að þetta sé til marks um að fyrirtækið hafi uppfyllt væntingar Landsbankans varðandi rekstur og bankinn hafi trú á framtíðaráætlunum okkar og vilji styðja við áframhaldandi vöxt og sókn. Rekstrarviðsnúningur fyrirtækisins á síðustu misserum og árum er ekki síst frábæru starfsfólki félagsins að þakka og það er því ánægjulegt að sjá fram á að geta bætt starfsmannastöðuna með nýju húsnæði hér á Akureyri, segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

 

Norðlenska er stærsti sláturleyfishafi landsins og hefur jafnt og þétt verið að styrkja stöðu sína á kjötmarkaði. Verulegur viðsnúningur hefur orðið í rekstri félagsins á undanförnum árum og er ljóst að rekstur ársins 2005 skilar hagnaði.

Heildarmagn kjöts úr slátrun hjá Norðlenska á síðastliðnu ári var 3.850 tonn og til viðbótar keypti félagið um 600 tonn frá öðrum sláturleyfishöfum.  Heildarsala Norðlenska á kjöti á síðasta ári var því tæplega 4.500 tonn

 

Samningur um langtímaleigu á sláturhúsinu í Búðardal

Norðlenska rekur stórgripasláturhús á Akureyri og Höfn í Hornafirði, sauðfjársláturhús á Húsavík, Höfn og frá og með september nk. mun Norðlenska taka á leigu til langs tíma sauðfjársláturhúsið í Búðardal, sem er í eigu Sláturhússins í Búðardal ehf. Á liðnu hausti var slátrað þar tæplega 16 þúsund dilkum, en Norðlenska, í samstarfi við heimamenn, hyggst auka þar verulega slátrun.

 

Nýtt hús fyrir starfsmannaðstöðu og skrifstofur Norðlenska

Stefnt er að því að ráðast í nýbyggingu á lóð Norðlenska á komandi hausti. Um er að ræða tveggja hæða hús  að grunnfleti 250-300 fermetrar  heildarflatarmál því milli 500 og 600 fermetrar. Á jarðhæð hússins verður mötuneyti starfsmanna og búningsaðstaða og skrifstofur á efri hæð.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook