Fréttir

Samstarf við Murr ehf.

Frá því um áramót hefur Murr ehf. í Súðavík,sem framleiðir gæludýrafóður, keypt af Norðlenska á sjötta tug tonna af innmat úr stórgripum. Um er að ræða innmat sem að öðrum kosti væri urðaður, t.d. milta, hluti þinda o.fl.

Murr ehf. hefur nýverið hafið framleiðslu á gæludýrafóðri - fyrir ketti og hunda - og þessi hluti innmatarins úr stórgripunum nýtist vel í hana. Framleiðsluvörurnar eru þegar komnar á markað og viðbrögðin lofa góðu.

Reynir B. Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska, segir mjög jákvætt að unnt sé að nýta þennan hluta innmatarins með þessum hætti. Verið sé að skapa úr honum verðmæti og jafnframt sé dregið úr förgun. "Þetta er því vissulega afar jákvætt skref í umhverfismálum," segir Reynir.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook