Fréttir

Sendiráðin hjálpa til

Þorramatur er í vaxandi mæli fluttur til útlanda fyrir bóndag. Rætt var við Ingvar Gíslason, markaðsstjóra Norðlenska, um málið í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi þar sem fram kom að stór Íslendingafélög séu stærstu kaupendurnir.

Útflutningur kjöts, hvað þá Þorramatar, er háður ströngum skilyrðum og ekki hlaupið að því að senda þessar afurðir milli landa. Þar koma hins vegar sendiráð Íslands til sögunnar.

„Það er gott að eiga góða að í sendiráðum Íslendinga á Norðurlöndunum og þau aðstoða félögin. Þetta er alls ekkert einfalt og merkingar þurfa að vera í mjög góðu lagi. Menn geta rétt ímyndað sér þegar verið er að merkja á ensku þessar íslensku vörur að það geta runnið tvær grímur á tolverðina þegar þeir taka upp pakkana,” sagði Ingvar í samtali við Helga Seljan á RÚV. Á hann þar líklega fyrst og fremst við súrsaða hrútspunga!


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook