Fréttir

Síðustu jólahangikjötslærin úr reykofnunum í dag

Jóhann Gestsson, reykingameistari á Húsavík.
Jóhann Gestsson, reykingameistari á Húsavík.
Í dag voru síðustu jólahangikjötslærin tekin úr reykofnum Norðlenska á Húsavík og voru þau rakleiðis send út í verslanir um allt land. Greinilegt er að framleiðsluvörur Norðlenska fá mjög góðar viðtökur hjá neytendum, nú sem endranær, og hefur salan núna síðustu dagana fyrir jól verið gríðarlega góð.

"Það er einfalt mál að nú er allt jólahangikjötið farið frá okkur út í verslanir um allt land og þar með er þessari jólahangikjötsvertíð okkar, sem hófst um miðjan október, lokið þetta árið. Þetta hefur gengið hreint frábærlega vel, þetta er stærsta hangikjötsvertíðin hjá okkur til þessa, töluvert stærri en í fyrra. Vörurnar okkar eru að seljast mjög vel og það er auðvitað frábært að vita að fólk velur framleiðsluvörur okkar á hátíðarborðið," sagði Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, glaður í bragði í dag. "Vitaskuld er það alltaf ákveðinn léttir þegar svona mikil törn er að baki og ekki síst þegar svona vel hefur tekist til. Það er full ástæða til þess að þakka starfsfólki fyrir einstaklega vel unnin störf og neytendum fyrir frábærar viðtökur," segir Sigmundur.

Hér má sjá Jóhann Gestsson, reykingameistara, við reykingaofninn á Húsavík áður en síðustu jólahangikjötslærin fyrir þessi jól voru tekin út úr ofninum.

johann_640


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook