Fréttir

Síðustu lærin úr reykofninum

„Þetta eru síðustu lærin sem koma úr ofninum fyrir þessi jól - og þau eru mjög eftirsótt,” sagði Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, í morgun þegar hann stillti sér upp með sínu fólki og mynd var tekin af hópnum eftir að síðustu hangikjötslærin voru tekin úr reykofninum.

Eins og sjá má skarta menn glæsilegum hálsbindum en það er orðið að hefð hjá okkar fólki á Húsavík síðustu dagana áður en jólahátíðin gengur í garð.

 

 

„Þessi jólavertíð hefur verið mjög góð og ljóst að þrátt fyrir stöðuna í þjóðfélaginu tekur fólk enga áhættu þegar kemur að jólahangikjötinu - fólk treystir klárlega okkar hangikjöti á jólaborðið,“ sagði Sigmundur.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook